Architects: basalt arkitektar.
Location: Hofsós, Iceland.
Year: 2010.
Photographs: Gudmundur Benediktsson, Rafn Sigurbjornsson.

Hofsos is a small fishing village in the northern part of Iceland with traditional Icelandic houses from the early twenties. The site of the swimming pool is by the coast on the main street leading to the village, offering a magnificent view of the Atlantic Ocean and the island Drangey. The connection to Drangey is of great historical and cultural importance, as one of the most important characters in the Icelandic Sagas, Grettir, swam to this island escaping from a battle on shore. The swimming pool is positioned in an axis facing directly towards the island, giving swimmers the feeling that they are swimming Grettirs route. The building complex contains changing facilities, swimming pool and two Jacuzzis.

The main construction is in situ cast concrete, clad with industrial glazing elements. Icelandic hand-made stones are used as flooring and exterior lighting is minimized to experience the stars and Northern lights.

Sundlaugin á Hofsósi 27-03-2010 *** Local Caption *** Ný og glæsileg sundlaug var tekin í notkun á Hofsósi í Skagafirði laugardaginn 27.03.2010, að viðstöddu fjölmenni. Laugin og þjónustuhúsið sem henni fylgir, er gjöf þeirra Lilju Pálmadóttur á Hofi og Steinunnar Jónsdóttur í Bæ til íbúa Skagafjarðar. Báðar eiga þær ættir rekja til Skagafjarðar og með þessari gjöf vilja þær sýna í verki velvilja til samfélagsins. Nýja sundlaugin og umhverfi hennar er einkar glæsilegt. Lauginni var valinn staður niður á sjávarbakka, sunnarlega í þorpinu, ofan við svonefnda Staðarbjargarvík. Laugin er þannig frágengin að þegar synt er frá suðri til norðurs rennur vatnsflötur laugarinnar saman við hafflötinn neðan hennar með beina stefnu á Drangey. Sundlaugin sjálf er 25 metra löng og 10,5 metra breið og við hana er heitur pottur og vaðlaug. Aðstöðuhúsið er um 380 fermetrar að grunnfleti. Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hannaði mannvirkið, burðarvirki og lagnahönnun var í höndum Verkís ehf. og verktaki var Sveinbjörn Sigurðsson hf. Sundlaugin hefur verið tæp tvö ár í byggingu, en það voru þau Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff forsetafrú sem tóku fyrstu skólfustungu að henni í apríl 2008.